FLOKKSBUNDNIR SJÁLFSTÆÐISMENN:

NÝTUM RÉTT OKKAR OG KJÓSUM
UM ÞRIÐJA ORKUPAKKANN


Ágætu Sjálfstæðismenn.

Samkvæmt 6. grein skipulagsreglna flokksins er Miðstjórn flokksins skylt að láta fara fram almenna kosningu meðal flokksmanna um tiltekin málefni berist um það skrifleg ósk frá a.m.k. 5000 flokksbundnum félögum en þar af skulu ekki færri en 300 flokksmenn koma úr hverju kjördæmi landsins.

Innleiðing þriðja orkupakkans sem fyrirhuguð er af hálfu ríkisstjórnarinnar hefur þegar leitt til harðra deilna innan Sjálfstæðisflokksins, enda ríkir um málið mikil og djúpstæð óeining í okkar röðum. Hér er ætlunin að safna tilskildum fjölda undirskrifta og knýja með því fram atkvæðagreiðslu um málið.

Kær kveðja,

Jón Kári Jónsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Hlíða- og Holtahverfi.

Pjetur Stefánsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Bakka-og Stekkjahverfi.

Erlendur Borgþórsson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Smáíbúða-og Fossvogshverfi.

Guðmundur Gunnar Þórðarson, formaður félags Sjálfstæðismanna í Seljahverfi.

Birgir Steingrímsson, varaformaður félags Sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi.

Hafsteinn Númason, formaður félags Sjálfstæðismanna á Kjalarnesi.


Viltu styrkja framtakið?

Kennitala: 300158-6099 - Reikningsnúmer: 0123-26-200872


Vinsamlegast ritaðu nafn þitt, kennitölu og netfang hér að neðan, veldu rétt kjördæmi og smelltu á STAÐFESTA.

Ég er flokksbundinn/in sjálfstæðismaður/kona og vil að Miðstjórn efni til atkvæðagreiðslu skv. 6. grein skipulagsreglna flokksins þar sem flokksmönnum verði gefinn kostur á að svara eftirfarandi spurningu:

„Vilt þú að þeim tilmælum sé beint til sameiginlegu EES-nefndarinnar að Ísland verði undanþegið innleiðingu þriðja orkupakkans?“ Já eða Nei.